fbpx

Útköll vegna „fljúgandi“ trampólína

Útköll vegna „fljúgandi“ trampólína

Lögreglan á Norðurlandi eystra minnir fólk á að festa trampólínin sín vel og ganga frá þeim þannig að þau strjúki ekki í færslu á Facebook í dag.

Þar segir að lögreglan sé búin að fá útköll í dag vegna „fljúgandi“ trampólína. Lögreglan minnir á að aðvörunin eigi ekki bara við um trampólín heldur skuli íbúar ganga vel frá öllu lauslegu sem vindurinn gæti gripið með sér.

UMMÆLI