Veðrið á Norðurlandi ekki eins slæmt og óttast varMynd: María Helena Tryggvadóttir.

Veðrið á Norðurlandi ekki eins slæmt og óttast var

Veðrið á Akureyri og í nágrenni er mun skaplegra í dag en aðvaranir Veðurstofu Íslands og Almannavarna höfðu gert ráð fyrir.

Akureyrarbær tilkynnti í gær um miklar lokanir á starfsemi bæjarins en þær hafa að mestu verið dregnar til baka þar sem veðrið reyndist skaplegra en aðvaranir höfðu gert ráð fyrir. Starfsemi og þjónusta Akureyrarbæjar er því smám saman að færast aftur í eðlilegt horf.

Ekkert skólahald verður í grunnskólum bæjarins en frístund opnaði klukkan 13.00. Sundlaug Akureyrar var opnuð í morgun og skrifstofur sveitarfélagsins voru opnaðar í hádeginu. Þá hófu strætisvagnar akstur í morgun.

„Aðvaranir Veðurstofunnar og tilmæli almannavarna voru mjög afgerandi síðdegis í gær og því rétt að taka fullt mark á þeim til að tryggja öryggi skólabarna og annarra bæjarbúa. Víðast hvar á landinu hefur veður verið skárra en óttast var að gæti orðið,“ segir í tilkynningu frá Akureyrbæ.

Sambíó

UMMÆLI