Verðhækkkun í Sundlaug Akureyrar um áramótin

Verðhækkkun í Sundlaug Akureyrar um áramótin

Stök sundferð í Sundlaug Akureyrar mun hækka um 50 krónur eftir áramót og mun á kosta þúsund krónur í sund. Verð fyrir börn og eldri borgara stendur í stað.

Verðið fyrir staka sundferð hækkar um 5,3 prósent á milli ára. Frá árinu 2015 hefur sundferðin hækkað um 400 hundruð krónur úr 600 krónum.

Áætlaður rekstrarkostnaður á Sundlaug Akureyrar árið 2019 er 245 milljónir króna samkvæmt fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar samanborið við 258 milljónir króna árið 2018. Árið 2015 var rekstrarkostnaður Sundlaugarinnar 196 milljónir króna.

UMMÆLI

Sambíó