Verkefni frá Akureyri fá styrk frá Krónunni í fyrsta sinnKrónan opnar verslun á Akureyri á næsta ári

Verkefni frá Akureyri fá styrk frá Krónunni í fyrsta sinn

Krónan hefur nú úthlutað um sjö milljónum króna til 25 verkefna í formi samfélagsstyrkja til verkefna sem hvetja til hollustu og hreyfingar barna og/eða verkefna sem hafa jákvæð áhrif á uppbyggingu í nærsamfélagi Krónunnar.  

Tvö verkefni hlutu styrk á Akureyri. Þetta er í fyrsta sinn sem Krónan veitir slíka styrki á Akureyri en ný verslun Krónunnar opnar í bæjarfélaginu haustið 2022.  

Sjá einnig: Krónan opnar verslun á Akureyri haustið 2022: „Höfum beðið þess í áraraðir að fá að koma til Akureyrar“

Að sögn Ástu S. Fjeldsted, framkvæmdastjóra Krónunnar, hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með uppgangi þeirra verkefna sem hafa hlotið samfélagsstyrki Krónunnar í gegnum árin.  

„Við hjá Krónunni erum afar glöð með fjölda og gæði styrktarumsókna í ár og greinilegt að mikill metnaður er lagður í þau verkefni sem snúa að lýðheilsu og hreyfingu barna og ungmenna, sem og uppbyggingu í okkar nærsamfélagi, bæði á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Það er okkur sönn ánægja að leggja þessum aðilum og verkefnum lið í þeirra vegferð. Eins er virkilega gaman að veita nú styrki á Akureyri í fyrsta sinn þar sem við munum opna okkar fyrstu verslun á Norðurlandi á næsta ári,“ bætir Ásta við. 

Krónan hefur í ár úthlutað rúmum sjö milljónum króna úr styrktarsjóði sínum sem er ætlað að styrkja verkefni sem hvetja til hollustu og hreyfingar barna og/eða verkefna sem hafa jákvæð áhrif á uppbyggingu í nærsamfélagi Krónunnar. Verkefnin sem hlutu styrki á Akureyri eru eftirfarandi: 

·       Blakdeild KA á Akureyri, fyrir þjálfaranámskeið til að tækla einelti, samskipti, kvíða og fleira hjá börnum. 

·       KA og KA/Þór á Akureyri, fyrir handknattleiksdeild barna. 


UMMÆLI