„Við hlökkum mikið til að taka á móti gestum að nýju í Sundlaug Akureyrar“

„Við hlökkum mikið til að taka á móti gestum að nýju í Sundlaug Akureyrar“

Sundlaug Akureyrar mun opna fyrir almenning á nýjan leik í fyrramálið en nýjar sóttvarnarreglur leyfa opnun fyrir allt að 50 prósent gesta af því sem er heimilt fyrir hvern baðstað vanalega.

Pálína Dagný Guðnadóttir, verkefnastjóri rekstrar Sundlaugarinnar, segir í samtali við Kaffið að mikil tilhlökkun sé í sundlauginni fyrir opnun.

„Við hlökkum mikið til að taka á móti gestum að nýju í Sundlaug Akureyrar en viljum hvetja alla til að gæta sóttvarna hér sem og annarsstaðar,“ segir Pálína og bætir við að þrátt fyrir að laugin hafi verið lokuð almenningi undanfarið hafi verið nóg að gera hjá starfsfólki.

„Við höfum ekki setið auðum höndum síðustu vikur á meðan það hefur verið lokað og sinnt ýmsum þrifum og framkvæmdum, innandyra sem utan, en hér hafa líka verið bæði sundæfingar og skólasund síðan 18. Nóvember,“ segir Pálína.

Ný reglugerð vegna Covid-19 sóttvarna tekur gildi aðfaranótt fimmtudags og gildir í fjórar vikur til 12. janúar.

Styrkja Kaffið.is

UMMÆLI