Vilja heimsfrumsýna Eurovision-myndina í íþróttahöllinni á Húsavík

Vilja heimsfrumsýna Eurovision-myndina í íþróttahöllinni á Húsavík

Á fundi fjölskylduráðs Norðurþings í vikunni var samþykkt að bjóða bæjarbúum á Húsavík á „heimsfrumsýningu“ á kvikmyndinni Eurovison Song Contest: The Story of Fire Saga. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Nú er beðið eftir því að Netflix gefi grænt ljós á sýninguna en myndin kemur út á streymiveitunni á föstudaginn. Tökur á myndinni fóru að stórum hluta fram á Húsavík.

Myndin fjallar meðal annars um Eurovision-ævintýri Íslendinga en stórleikarar á borð við Will Ferrell, Rachel McAdams og Pierce Brosnan leika í myndinni. Ferrell og McAdams leika þau Lars Ericksson og Sigrit Ericksdottir, fulltrúa Íslands í Eurovision söngvakeppninni.

Sambíó

UMMÆLI


Goblin.is