Virkum smitum fækkar aftur á milli daga á Norðurlandi eystra

Virkum smitum fækkar aftur á milli daga á Norðurlandi eystra

Virkum smitum á Norðurlandi eystra fækkar um eitt annan daginn í röð. Virk smit eru nú 42 á svæðinu samkvæmt nýjustu tölum á covid.is.

Það fækkar einnig í sóttkví á svæðinu en í dag eru 73 einstaklingar í sóttkví samanborið við 76 í gær.

Fimmtíu greindust með kórónuveiruna á Íslandi í gær. Alls voru 28 af þeim utan sóttkvíar, eða 56 prósent.

UMMÆLI