Virkum smitum fjölgar áfram á Norðurlandi eystra

Virkum smitum fjölgar áfram á Norðurlandi eystra

Virkum smitum á Norðurlandi eystra fjölgar um sex frá tölum gærdagsins. Það hefur því fjölgað um níu smit á síðustu tveimur dögum og virk smit á Norðurlandi eystra eru nú orðin 51.

Það fjölgar einnig töluvert í sóttkví en 135 manns eru nú í sóttkví á Norðurlandi eystra. Í gær voru 70 í sóttkví.

Alls greind­ust 86 smit inn­an­lands í gær. Af þeim voru 72 prósent í sótt­kví en 24 ein­stak­ling­ar voru utan sótt­kví­ar eða 27 prósent.

UMMÆLI