NTC netdagar

Akureyringar erlendis – Arnór Þór markahæstur í tapi

addimall

59 mörk í 13 leikjum í vetur.

Handboltar og fótboltar rúlluðu víða um Evrópu í kvöld og voru fjórir Akureyringar í eldlínunni, einn í Meistaradeild Evrópu og þrír handknattleiksmenn, einn í Þýskalandi og tveir í Frakklandi.

Hægri hornamaðurinn Arnór Þór Gunnarsson var markahæstur í liði Bergischer sem beið lægri hlut fyrir Magdeburg í þýsku Bundesligunni í handbolta. Arnór Þór skoraði sex mörk úr níu skotum í sjö marka tapi, 24-31.

Arnór Þór er langmarkahæsti leikmaður Bergischer í vetur en hann hefur skorað 59 mörk í fyrstu þrettán leikjunum en næstmarkahæsti leikmaður liðsins er með 29 mörk.

Í frönsku úrvalsdeildinni stóðu frændurnir Guðmundur Hólmar Helgason og Geir Guðmundsson í ströngu þegar lið þeirra, Cesson-Rennes fékk Chambery í heimsókn. Guðmundur og Geir skoruðu tvö mörk hvor en Cesson Rennes tapaði leiknum með ellefu mörkum, 22-33.

Birkir Bjarnason lék fyrstu 85 mínúturnar fyrir svissneska stórliðið Basel sem gerði markalaust jafntefli við búlgarska stórliðið Ludogorets í A-riðli Meistaradeildar Evrópu. Úrslit kvöldsins þýða að Birkir og félagar þurfa að minnsta kosti eitt stig, þegar liðið fær Arsenal í heimsókn í lokaumferðinni, til að komast í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar.

Sjá einnig

Arnór Þór Gunnarsson í nærmynd – Leit upp til Valda Gríms

Guðmundur Hólmar í nærmynd – Eyrarland besti staður í heimi

Geir Guðmundsson í nærmynd – Gunni Mall Jr. mest pirrandi

Birkir Bjarnason í nærmynd – Man Utd í uppáhaldi

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó