Ekki verið að gefa grænt ljós á að skíða undir áhrifum

Ekki verið að gefa grænt ljós á að skíða undir áhrifum

Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður í Hlíðarfjalli, segir að áfengissala í fjallinu þýði ekki að leyfilegt sé að skíða þar undir áhrifum. Þetta kemur fram á Vísi.is.

„Ef við sjáum að einhver er fullur skíðum þá er viðkomandi ekki að fara að koma aftur,“ segir Brynjar í samtali við fréttastofu Vísis.

Sjá einnig: Hefja sölu á áfengi í Hlíðarfjalli

Áfengissala hófst í Hlíðarfjalli um helgina og gátu gestir fengið sér áfengan drykk á veitingastöðunum í fjallinu. Brynjar segir í samtali við Vísi að gærdagurinn hafi gengið þokkalega heilt yfir þrátt fyrir örlitla byrjunarörðugleika.

„Einhverjir fóru með dósirnar út, sem á ekki að gera. Það var sólríkt og fallegur dagur en það á ekki að vera með áfengi nema inni á veitingastaðnum. Það verður lagfært,“ segir Brynjar í samtali við Vísi, en áfengið er aðeins leyfilegt inni í skíðaskála og í veitingasalnum.

Hann segir að áfengi sé selt á flestum skíðasvæðum í heiminum en þetta sé ekki eitthvað sem fólk sé vant hér á landi. Hann telur að það gæti tekið tíma fyrir fólk að venjast þessu fyrirkomulagi.

„Ég held að það sé allt í lagi að fólk fái sér einn bjór með mat, menn fara ekkert að finna á sér eftir það,“ segir Brynjar.

UMMÆLI