Mateo Castrillo hjá KA næstu tvö ár

Mateo Castrillo hjá KA næstu tvö ár

Miguel Mateo Castrillo hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við blakdeild KA. Hann var í lykilhlutverki í karlaliði KA í vetur auk þess að þjálfa kvennalið félagsins.

Sjá einnig: Sögulegt afrek í blakinu

Bæði liðin unnu alla titla sem í boði á tímabilinu. Á vef KA segir að samningurinn við Castrillo sé stórt skref í því að tryggja áframhaldandi velgengni blakdeildar félagsins.

„Við hlökkum mjög til áframhaldandi samstarfs með Mateo og munum færa frekari fréttir af leikmannamálum blakdeildar á næstu vikum,“ segir á vef KA.

Mateo var langstigahæsti leikmaður Mizunodeildarinnar á síðustu leiktíð með 420 stig.

Mynd af vef KA.

UMMÆLI