Njáll Trausti vill leiða lista Sjálfstæðisflokksins á Norðausturlandi

Njáll Trausti vill leiða lista Sjálfstæðisflokksins á Norðausturlandi

Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins í Norðaust­ur­kjör­dæmi, tilkynnti það á aðalfundi kjördæmisráðs í gærmorgun að hann hefði áhuga á því að leiða lista flokksins í komandi Alþingiskosningum. Kristján Þór Júlíusson tilkynnti það fyrr um morguninn að hann myndi ekki bjóða sig fram á ný.

Sjá einnig: Kristján Þór leitar ekki endurkjörs í haust

Njáll Trausti var í 2. sæti D-lista Sjálf­stæðis­flokks­ins í Norðaust­ur­kjör­dæmi í síðustu alþing­is­kosn­ing­um og er 6. þingmaður kjör­dæm­is­ins.

„Ég hef notið mín vel í þingstörfunum á kjörtímbilinu og náð mörgum baráttumálum í höfn sem snerta kjördæmið beint. Ég nefni sem dæmi „Skosku leiðina” sem léttir mikið undir með fólki á landsbyggðinni sem þarf að sækja mikilvæga þjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Greiðar samgöngur er lífæð landsbyggðarinnar og þess vegna er ég stoltur af þátttöku minni í því brýna verkefni að nýframkvæmdir við stækkun flughlaðs og stækkun flugstöðvar á Akureyrarflugvelli eru hafnar. Það er einnig forgangsmál að flýta framkvæmdum við flugvöllinn á Egilsstöðum enda standa þeim flugvelli ótal tækifæri fyrir dyrum sem varaflugvöllur í millilandaflugi og gagnvart vöruútflutningi,“ segir Njáll Trausti á Facebook síðu sinni.

https://www.facebook.com/njall.fridbertsson/posts/10222372890724747
Sambíó

UMMÆLI