Ný bensínstöð væntanleg á Akureyri

Ný bensínstöð væntanleg á Akureyri

Olís mun opna nýja ÓB sjálfsafgreiðslu bensínstöð við Sjafnargötu á Akureyri en á dögunnum var fyrsta skóflustungan að nýju stöðinni tekin. Þetta kemur fram á mbl.is.

Sjá einnig: Stefna á að fækka bensínstöðvum á Akureyri

Jón Ólaf­ur Hall­dórs­son, for­stjóri Olís, segir í tilkynningu að stöðin muni auka mjög þjónustu einstaklinga og fyrirtækja á Akureyri.

Fréttirnar koma á óvart í ljósi þess að Halla Björk Reynisdóttir, forseti Bæjarstjórnar á Akureyri, lýsti því yfir í maí á þessu ári að það væri stefna bæjarins að fækka bensínstöðvum í bænum.

Nærri helmingi fleiri bensínstöðvar eru á Akureyri en í Reykjavík ef miðað er við íbúafjölda. Halla sagði í maí að stefna bæjarins sé að jarðefnaeldsneyti víki fyrir nýjum orkugjöfum og þá muni bensínstöðvum fækka.


UMMÆLI