Akureyri-Færeyjar

Sárt að horfa upp á auðar skíðabrekkur í Hlíðarfjalli á sama tíma og fólk fjölmennir að eldgosinu

Sárt að horfa upp á auðar skíðabrekkur í Hlíðarfjalli á sama tíma og fólk fjölmennir að eldgosinu

Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður Hlíðarfjalls, segir að það sé sérstakt að horfa upp á auðar brekkur í Hlíðarfjalli á sama tíma og fólk hópist sman að skoða eldgosið í Geldingadölum. Þetta kemur fram á Vísi.

„Hvort það er rétt eða rangt er ekki mitt að segja.Manni finnst líka svolítið sérstakt að það er verið að bæta aðstöðuna þarna, bílastæðum og annað. Manni finnst ekki eins og það sé verið að halda alveg fjöldanum niðri. Þannig að þetta er svolítið sérstakt,“ segir Brynjar Helgi Ásgeirsson, á Vísi.

Sjá einnig: Áhrif hertra sóttvarnareglna á þjónustu Akureyrarbæjar

Hlíðarfjall lokaði vegna hertra sóttvarnaraðgerða í síðustu viku. Brynjar segir að það hafi verið mikið reiðarslag að þurfa að skella í lás fyrir páska, stærstu skíðahelgi ársins. Hann segir sárt að horfa upp á auðar skíðabrekkur á meðan fólk fjölmennir að eldgosinu.

Brynjar segir þó að hann átti sig á því að það sé erfitt að setja reglur í þessum efnum og að hann skilji vel að stöðva þurfi útbreiðslu kórónuveirunnar.

UMMÆLI