Segir alla nemendur vilja fá ferðina endurgreidda

Segir alla nemendur vilja fá ferðina endurgreidda

Edda Kristín Bergþórsdóttir, útskriftarnemi úr Menntaskólanum á Akureyri sem situr í ferðaráði stúdentsefna skólans, segir að allir nemendur vilji fá endurgreitt vegna útskriftarferðar til Ítalíu. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Eins og við greindum frá í gærkvöldi þá hafa nemendur skólans til klukkan 14:00 í dag til þess að ákveða hvort þeir treysti sér í ferð til Ítalíu þann 8. júní. Þetta fengu nemendur að vita í tölvupósti frá ferðaskrifstofu Tripical í gærkvöldi.

Sjá einnig: Hafa einn dag til þess að ákveða hvort þau treysti sér í útskriftarferð til Ítalíu

Edda segir að í útskriftarhópi MA séu um 190 nemendur. Í heildina séu þó um 600 einstaklingar sem upphaflega hafi ætlað í ferðina.

Edda segir í samtali við RÚV að það verði reynt að fá ferðina endurgreidda. Hún trúi ekki öðru en að það gangi upp.

Sambíó

UMMÆLI