Akureyri-Færeyjar

Starfsemi hefst í Norðurtorgi 1. júní

Starfsemi hefst í Norðurtorgi 1. júní

Starfemi hefst í verslunarkjarna Norðurtorgs á Akureyri þann 1. júní næstkomandi. Þá opna Rúmfatalagerinn og Ilva verslanir þar. Þetta kemur fram á vef Akureyri.net í dag.

Sjá einnig: ILVA opnar á Akureyri

Ítarleg umfjöllun um verslunarmiðstöðina birtist á vef Akureyri.net í dag en þar kemur meðal annars fram að verslanir Ilvu og Rúmfatalagersins verði á aðalhæð Norðurtorgs og gengið verði inn í sameiginlegt anddyri verslananna tveggja af bílastæðinu vestan við húsið.

Þá standa viðræður yfir við forráðamann ónefnds fyrirtækis um að opna stóra matvöruverslun á sömu hæð, í 3500 fermetra rými en ekkert hefur verið staðfest.

Umfjöllun Akureyri.net má finna hér

UMMÆLI