Þyngja dóm fyrir í­trekaðar nauðganir gegn fyrr­verandi sam­býlis­konu og barns­móður á Akur­eyri

Þyngja dóm fyrir í­trekaðar nauðganir gegn fyrr­verandi sam­býlis­konu og barns­móður á Akur­eyri

Á föstudag þyngdi Landsréttur dóm yfir manni sem á síðasta ári var sakfelldur fyrir nauðgun og stórfellt brot í nánu sambandi, úr fimm ára fangelsi í sjö. Dómurinn hefur verið birtur á vef Landsréttar.

Maðurinn er jafnframt dæmdur til að greiða brotaþola, sem er fyrrverandi sambýliskona og barnsmóðir mannsins, fjórar milljónir í miskabætur. Í dómi Landsréttar segir að litið hafi verið til þess að háttsemi mannsins hafi verið sérlega gróf og ófyrirleitin, atlaga hans langvinn og að hann ætti sér engar málsbætur.

Sjá einnig: Fimm ára fangelsi fyrir grófa nauðgun á Akureyri

Héraðsdóm­ur Norður­lands eystra sak­felldi manninn fyrir sérlega grófa nauðgun og brot í nánu sam­bandi sem átti sér stað á heim­ili hans á Ak­ur­eyri í sept­em­ber 2020. Héraðsdómur dæmdi manninn til fimm ára fangelsisvistar auk greiðslu fjögurra milljóna króna í skaðabætur til brotaþola. Maðurinn áfrýjaði þeim dómi og krafðist ómerkingar á þeim grundvelli að dómari í málinu hafi verið vanhæfur. Landsréttur hafnaði ómerkingargröfunni.

Maðurinn hefur áður brotið gegn konunni en í júní 2019 var hann dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir margítrekuð brot gegn henni frá hausti 2015 til júlí 2018.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó