Turninn farinn að taka á sig mynd – Lítil girðing komin upp

Turninn farinn að taka á sig mynd – Lítil girðing komin upp

Ísbúðin Valdís opnar í Turninum í Göngugötunni á Akureyri í ágúst. Nú fer allt að verða klárt fyrir opnunina en húsið er nú töluvert breytt frá því að Indian Curry Hut var þar til húsa.

Útibú Valdísar á Akureyri verður í eigu Akureyringa og er Guðmundur Ómarsson einn eigenda. Hann spjallaði við Kaffið á dögunum um mikilvægi hússins.

Sjá einnig: Opna ísbúð í Turninum: „Við finnum það að fólki þykir vænt um þetta hús”

„Við höfum unnið hörðum höndum seinustu vikur við að endurbæta húsið og gera það fallegt bæði að utan sem innan. Það er mjög mikið af fólki sem hefur komið og spurt okkur hvað við séum að fara að gera og allir eru rosa ánægðir að fá ísbúð í miðbæinnu,” segir Guðmundur.

Húsið er nú orðið ljósblátt með bleikum turni. Lítil girðing er komin upp í kringum það og má segja að breytingin hafi heppnast nokkuð vel.

Opna ísbúð í Turninum: „Við finnum það að fólki þykir vænt um þetta hús”

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó