NTC

Áslaug Arna vill fresta lokun fangelsisins á Akureyri

Áslaug Arna vill fresta lokun fangelsisins á Akureyri

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, hefur óskað eftir því við fangelsismálastjóra að framkvæmd lokunar á fangelsinu á Akureyri verði frestað til 15. september. Þetta kemur fram í stöðuuppfærslu á Facebook síðu hennar í dag.

Sjá einnig: „Ferlið í raun ekkert annað en óboðlegt“

„Í síðustu viku óskaði ég eftir því við ríkislögreglustjóra að lagt yrði mat á hugsanlegan viðbótarkostnað lögreglunnar á Akureyri vegna fyrirhugaðrar lokunar fangelsisins þar, þar sem lögreglan hefur nýtt sér þjónustu fangavarða í gegnum árin.

Þessi úttekt mun ekki liggja fyrir þegar lokunin á að koma til framkvæmda í lok mánaðarins. Í ljósi þess og í framhaldi funda með hagaðilum fyrir norðan sl. þriðjudag hef ég óskað eftir því við fangelsimálastjóra að framkvæmd lokunarinnar á fangelsinu á Akureyri verði frestað til 15. september. Enginn afplánar nú í fangelsinu vegna sumarleyfa,“ skrifar Áslaug Arna á Facebook.

Sjá einnig: Í hálfgerðu áfalli yfir viðbrögðum við gagnrýni á ákvörðun dómsmálaráðherra

Hún segir að markmiðið sé óbreytt; að tryggja velferð fanga og eins góða þjónustu og unnt er, um leið og hugað er að hagkvæmni í rekstri fangelsiskerfisins til lengri tíma og styttingu boðunarlistans.

„Á sama tíma verður einnig að búa þannig um hnútana að almenn löggæsla á Norðurlandi eystra verði ekki fyrir skerðingu vegna lokunarinnar.“

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó