Segir KA hafa boðið Þór/KA háar peningaupphæðir

Sævar Pétursson

Eins og við greindum frá í síðustu viku ákváðu forráðamenn KA að samn­ing­ur um sam­starf KA og Þórs í knatt­spyrnu kvenna yrði ekki endurnýjaður.

Málið hefur vakið mikið umtal og margir séð ástæðu til að tjá sig. Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, var í viðtali við útvarpsþáttinn Fótbolti.net á laugardaginn þar sem margt athyglsvert kom fram. Sævar sagði til dæmis í umræddu viðtali að KA hafi viljað koma meira að rekstri Þórs/KA og meðal annars boðist til að greiða hlutlausa búninga fyrir liðið.

„Hurðum hefur verið skellt á andlitið á okkur og sagt að okkur komi þetta ekkert við því Þór sjái um reksturinn. Öll umræða um að við höfum ekki haft áhuga og ekki viljað leggja neitt í þetta er bara röng. KA hefur á síðustu árum boðið háar upphæðir í peningum til að styrkja við afreksstefnu Þórs/KA,“ sagði Sævar.

Sævar fór yfir fleiri ástæður þess að KA vill binda endi á samstarfið og talaði meðal annars um iðkendafjölda. Aðspurður sagði Sævar að meira en 30 stelpur væru í 3.flokki félagsins um þessar mundir. Vakti sú tala mikla athygli, meðal annars á Twitter þar sem Sævar var sakaður um lygar. Kaffið kannaði málið og getur staðfest að iðkendur í 3.flokki KA eru fjórtán talsins.

Viðtalið í heild má heyra HÉR.

Sjá einnig

Samstarfi Þórs og KA í kvennaboltanum slitið

Fyrirliði Þórs/KA gáttuð, sár og bandbrjáluð

Eiríkur: Iðkendur óskuðu eftir samstarfsslitum

Raunir íþróttaáhugamanns á Akureyri

Fulltrúar Þórs og KA funduðu með ÍBA


Sambíó

UMMÆLI

Sambíó