Virðist sem tjónið eftir eldinn sé nokkuð staðbundið

Virðist sem tjónið eftir eldinn sé nokkuð staðbundið

Enn er rafmagnslaust í Glerárskóla og ekkert skólahald verður þar í dag eftir brunann sem kom upp við skólann í gær. Nú er unnið að því að meta skemmdir en samkvæmt vef bæjarins virðist við fyrstu sýn sem tjónið sé nokkuð staðbundið

„Eldvarnarhólf byggingarinnar sönnuðu gildi sitt og sluppu nýuppgerðar álmur skólans vel,“ segir á vef bæjarins.

Upptök eldsins voru fikt með flugelda en sá sem ber ábyrgð á eldinum hefur látið lögreglu vita. Um óviljaverk var að ræða.

Sjá einnig: Grunur um íkveikju þegar eldur kom upp í Glerárskóla

Sjá einnig: Eldur í Glerárskóla – Myndir

Sjá einnig: Ekkert skólahald í Glerárskóla í fyrramálið

UMMÆLI

Sambíó