Slökkviliðið lauk störfum um klukkan þrjú í nótt

Slökkviliðið lauk störfum um klukkan þrjú í nótt

Í tilkynningu frá slökkviliðinu á Akureyri segir að betur hafi farið en á horfðist þegar eldur kom upp í Glerárskóla í gærkvöldi.

„Við eldinn fór rafmagn af hluta bæjarins og olli það slökkviliðinu nokkrum vandræðum þar sem rafmagn fór af sjálfri slökkvistöðinni en það bjargaðist fyrir horn. Vaktin slökkti eldinn sem tiltölulega fljótlega og reykræsting gekk vel í kjölfarið,“ segir í tilkynning.

Slökkviliðið naut aðstoðar frá vakt á Akureyrarflugvelli sem mætti með tankbíl til aðstoðar. Slökkviliðið lauk störfum um klukkan þrjú í nótt og afhenti lögreglu vettvanginn.

Sjá einnig: Grunur um íkveikju þegar eldur kom upp í Glerárskóla

Sjá einnig: Eldur í Glerárskóla – Myndir

Sjá einnig: Ekkert skólahald í Glerárskóla í fyrramálið

Sjá einnig: Virðist sem tjónið eftir eldinn sé nokkuð staðbundið

Allt tiltækt lið slökkviliðsins var kallað út þegar kviknaði í húsnæði Glerárskóla á ellefta tímanum í gærkvöldi. Betur…

Posted by Slökkvilið Akureyrar on Thursday, January 7, 2021

UMMÆLI